Félag ábyrgra hundaeigenda var stofnað 18. janúar 2012 af nokkrum hundaeigendum sem höfðu áhuga á að bæta stöðu hundaeigenda og hunda í borginni. Félagið er opið öllum. Tilgangur félagsins er að vera málsvari hundaeigenda og hunda með það að markmiði að stuðla að ábyrgu hundahaldi.
Framtíðarsýn og markmið
- Að á Íslandi skapist hundamenning í líkingu við það sem fyrirfinnst í nágrannalöndunum
- Að eiga gott samstarf við sveitarfélög varðandi mál er tengjast hundahaldi
- Að hundaeigendur sýni ábyrgð í hvívetna
- Að hundagerði fyrirfinnist í öllum hverfum borgarinnar
- Að auðvelda hundaeigendum að ferðast með hunda sína
- Að tekið sé tillit til andlegra og líkamlegra þarfa hunda í stefnumótun yfirvalda varðandi málefni hunda
Hvernig ætlum við að ná markmiðum okkar?
- Virkja sem flesta hundaeigendur í þágu málefnisins
- Setja á laggirnar nefndir sem vinna að settum markmiðum félagsins
- Auka samvinnu við yfirvöld og koma sjónarmiðum hundaeigenda á framfæri.