Search
Close this search box.

Stjórn félagsins

Freyja Kristinsdóttir

Ég hef haft áhuga á dýrum alla mína ævi og á núna border terríer tíkina Dimmalimm. Ég lærði dýralækningar í Danmörku og hundaþjálfun í Bretlandi, og hef því búið í allmörg ár utan landssteinana.

Eftir að ég flutti til Íslands saknaði ég þeirrar hundamenningar sem ég kynntist úti og ég vildi gera eitthvað í málunum. Ég var einn af stofnendum FÁH árið 2012 og var formaður félagsins fyrstu 3 árin. Eftir að hafa kynnst af eigin raun, hundahaldi í Danmörku, Bretlandi og Þýskalandi, hef ég orðið ötull talsmaður þess að viðhorf til hundahalds á Íslandi sé tímaskekkja, og mikil þörf sé á breytingum.

Það er von mín að FÁH nái að sameina hundaeigendur í baráttunni að bættri hundamenningu á Íslandi. 

Stefán Helgi Kristinsson

Ég hef alltaf haft áhuga á dýrum en ólst samt ekki upp á gæludýraheimili.  Árið 2011 kom svo hún Venus inn í líf mitt og gjörbreytti til hins betra.  Hún varð til þess að ég vann bug á miklu þunglyndi og kvíðatímabili og vil ég meina að hún hafi bjargað lífi mínu.

Það kom mér hinsvegar mjög á óvart að með því að eignast 4ja loppa fjölskyldumeðlim að þá var eins og maður hafi dottið niður um flokk.  Allt í einu leyfði fólk sér að hreyta ókvæðisorðum að manni og hundinum að tilefnislausu.  En á móti eru líka margir sem hafa áhuga á að heilsa uppá Venus á förnum vegi og ástandið hefur skánað á undanförnum árum.  Aftur á móti er mikið verk óunnið þegar kemur að stjórnkerfinu,  hundaeftirlitið er djók og það að fjölskyldur fái ekki húsnæði vegna þess að fjölskyldumeðlimur er með fjórar loppur er algjörlega ólíðandi forneskja.

Þess vegna gerðist ég meðlimur í FÁH og endaði svo í stjórn félagsins. 🙂

Guðfinna Kristinsdóttir

Ég er 22ja ára hönnuður, ég er meðstjórnandi Hundasamfélagsins á Facebook og á yndislegan lítinn Alaskan Malamute rakka sem heitir Tyrael, sem merkir engill réttlætis. Augljóslega er ég dýramanneskja, ég fékk ekkert um neitt annað ráðið.

Ég ólst upp með hundi sem var einu ári eldri en ég, hann var minn besti vinur og var partur af fjölskyldunni, mér var eiginlega gefin sú vöggugjöf að þykja vænt um og læra að vera virðingu fyrir dýrum. Eftir að hann Kolur minn besti vinur til 13 ára féll frá neituðu foreldrar mínir að fá sér annan hund, við fluttum til Reykjavíkur úr sveitinni og það liðu 7 ár þar til ég gat fengið mér annan hund, eða þegar ég keypti mína eigin íbúð, þar sem ég vissi að minn næsti fjölskyldumeðlimur yrði ekki fyrir því ójafnrétti að geta jafnvel ekki fylgt okkur á næsta stað.

Arnfríður Inga Arnmundsdóttir

Þorsteinn K. Kristinsson