Search
Close this search box.

Hundar í Strætó

FÁH hafði um árabil bent á að bann við hundum í strætó kæmi niður á öryrkjum, öldruðum, lágtekjufólki og þeim sem vilja grænan lífsstíl og sleppa einkabíl. Árið 2016 var það í skoðun hjá Umhverfis og auðlindaráðuneytinu að gefa undanþágu á banni á hundum í almenningssamgöngum. Lítið heyrðist þó frá Ráðuneytinu og FÁH sendi bréf á ráðuneytið í desember 2016. Þá fengust þau svör að málið væri í vinnslu og FÁH væri velkomið að senda inn umsögn. FÁH sendi umsögn sína í mars 2017.

Fljótlega í kjölfarið var skipuð nefnd hagsmunaaðila, og fengu Rakel Linda Kristjánsdóttir þáverandi formaður FÁH og Guðfinna Kristinsdóttir stjórnarmaður í FÁH sæti í nefndinni. Nefndin fundaði um málið í tæpt ár sem endaði með kosninum, og hundar voru samþykktir í strætó sem tilraunaverkefni til eins árs.

Tilraunaverkefnið hófst 1.mars 2018 og gekk svo vel að leyfið stendur enn.