Félag ábyrgra hundaeigenda http://fah.is/wordpress/ Vefsíða Félags ábyrgra hundaeigenda Thu, 10 Aug 2023 23:55:55 +0000 en-US hourly 1 https://wordpress.org/?v=6.5.2 214160275 Félag ábyrgra hundaeigenda svarar Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur http://fah.is/wordpress/2023/08/10/felag-abyrgra-hundaeigenda-svarar-heilbrigdiseftirliti-reykjavikur/ http://fah.is/wordpress/2023/08/10/felag-abyrgra-hundaeigenda-svarar-heilbrigdiseftirliti-reykjavikur/#respond Thu, 10 Aug 2023 23:55:54 +0000 https://fah.is/wordpress/?p=267 Föstudagur, 10. March 2017 – 1:00 Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir, hundaþjálfari og stjórnarmaður í FÁH skrifar: Félag ábyrgra hundaeigenda vill koma eftirfarandi leiðréttingum og athugasemdum á framfæri í tilefni af yfirlýsingu Heilbrigðiseftirlitsins á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þetta er einfaldlega ekki rétt. FÁH hefur aldrei hvatt fólk til að greiða ekki hundaleyfisgjaldið. Þvert á móti hefur FÁH í […]

The post Félag ábyrgra hundaeigenda svarar Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur appeared first on Félag ábyrgra hundaeigenda.

]]>
Föstudagur, 10. March 2017 – 1:00

Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir, hundaþjálfari og stjórnarmaður í FÁH skrifar:

Félag ábyrgra hundaeigenda vill koma eftirfarandi leiðréttingum og athugasemdum á framfæri í tilefni af yfirlýsingu Heilbrigðiseftirlitsins á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Þetta er einfaldlega ekki rétt. FÁH hefur aldrei hvatt fólk til að greiða ekki hundaleyfisgjaldið. Þvert á móti hefur FÁH í gegnum tíðina hvatt fólk til að skrá hunda sína og greiða hundaleyfisgjald, og sett inn leiðbeiningar þess efnis á heimasíðu sinni.

Hins vegar sagðist ég persónulega ekki ætla að greiða gjaldið fyrr en ég væri þess fullviss að engin lög væru brotin í þessari gjaldtöku.

Í 25. gr laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir segir: Gjöld mega aldrei vera hærri en sem nemur rökstuddum kostnaði við veitta þjónustu eða framkvæmd eftirlits með einstökum þáttum.“

Semsagt meginmarkmið hundasamþykktarinnar er að vernda borgarbúa gagnvart þessum óheilnæmu og skítugu hundum sem skerða lífsskilyrði fólks. Hundaeigendur eiga semsagt að greiða fyrir þá heimtufrekju að vilja halda hund í borginni, öllum öðrum til ama. Einhverskonar fyrirfram skaðabótagreiðsla.

Þetta er auðvitað ekkert annað en fordómar í garð hundaeigenda og brýtur í bága við jafnræðisregluna. Þetta eru greinilega leyfar frá þeim tíma þegar hundahald í borginni var bannað og fyrirlitið.

Samkvæmt svörum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur má þetta gjald semsagt ekki fara í nokkra þjónustu við hundaeigendur, ekki í bætta aðstöðu til lausagöngu eða neitt þess háttar.

Í því ljósi er áhugavert að skoða heimasíðu Hundaeftirlitsins en þar stendur meðal annars:  „Markmið hundaeftirlits eru að bæta hundahald í borginni með aukinni fræðslu til hundaeigenda og borgarbúa og að fækka óskráðum hundum í borginni.“

Við höfum leitað hátt og lágt að þessari fræðslu hundaeftirlitsins, en hún finnst hvergi. 

Það er ánægjulegt að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur skuli loksins sjá sér fært að svara með nákvæmari hætti hver störf hundaeftirlitsins eru, en FÁH hefur sent allmargar fyrirspurnir í gegnum tíðina en aldrei fengið þessa tölfræði fyrr en nú.

En skoðum þetta nánar. Þetta eru að meðaltali 6 símtöl á dag, 0-1 kvörtun á dag, 1 laus hundur á viku. Ritarinn sér um símtölin 6, og hundaeftirlitsmennirnir um þessa 1 kvörtun á dag, og svo skiptast þeir á að sækja þennan 1 lausa hund á viku. 

Rekstur hundaeftirlits er semsagt algjörlega óháður rekstri heilbrigðiseftirlits, samkvæmt svari Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar. Þá er áhugavert að skoða starf hins svokallaða ritara hundaeftirlits. Ég hef aldrei heyrt um þennan ritara, aldrei talað við hann þegar ég hef hringt og spurt um hundamál hjá borginni, aldrei fengið svar frá honum þegar ég hef skrifað hundaeftirlitinu tölvupóst. Það mætti halda að þessi ritari sé ekki til? Samt eru hundaeigendur að greiða laun þessa ritara að fullu.

Hundaeigandi nokkur skrifaði eftirfarandi komment á facebook í gær:

Það virðist sem starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kannist ekki við að það sé einhver einn ákveðinn ritari Hundaeftirlitsins. Og við einfaldri fyrirspurn eins og að afskrá hund, er bent á hundaeftirlitsmann, ekki ritara hundaeftirlits. Leiða má að því líkur að ritarar Heilbrigðiseftirlitsins sinni starfi ritara hundaeftirlits í hjáverkum. Þar með er rekstur hundaeftirlits alls ekki aðskilinn frá rekstri heilbrigðiseftirlits.

Ég og við hjá FÁH gerum okkur fyllilega grein fyrir því. Þess vegna er nauðsynlegt að vekja athygli á málinu til að skapa þrýsting á breytingar á úreltum lögum sem byggja á gömlum fordómum. 

Það er alls ekki víða, fæst lönd innheimta árleg gjöld eins og ég kom inn á í grein minni. En hins vegar er skemmtilegt að Heilbrigðiseftirlitið skuli benda á Berlín sem er nokkurs konar „útópía“ allra hundaeigenda og var kosin “most dog-friendly city in Germany” af þarlendu tímariti.  Í Berlín fara hundaleyfisgjöldin í það að byggja upp hundasvæði og aðra þjónustu við hundaeigendur. Ég myndi glöð greiða 13 þúsund krónur í hundaleyfisgjöld á ári ef ég byggi í borg þar sem hundurinn minn er velkominn alls staðar, m.a. á veitingastaði, í verslunarmiðstöðvar og almenningssamgöngur.  Og með þvílíka hundagarða og hundaleiktæki út um alla borg. Það myndi gleðja mig mjög ef Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar myndi raunverulega nota Berlín sem fyrirmynd í hundamálum. 

Freyja Kristinsdóttir

The post Félag ábyrgra hundaeigenda svarar Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur appeared first on Félag ábyrgra hundaeigenda.

]]>
http://fah.is/wordpress/2023/08/10/felag-abyrgra-hundaeigenda-svarar-heilbrigdiseftirliti-reykjavikur/feed/ 0 267
Gallað íslenskt hundaeftirlit – Hvernig er þetta í öðrum löndum? http://fah.is/wordpress/2023/08/10/gallad-islenskt-hundaeftirlit-hvernig-er-thetta-i-odrum-londum/ http://fah.is/wordpress/2023/08/10/gallad-islenskt-hundaeftirlit-hvernig-er-thetta-i-odrum-londum/#respond Thu, 10 Aug 2023 23:55:07 +0000 https://fah.is/wordpress/?p=265 Miðvikudagur, 8. March 2017 – 15:30 Hver  hundaeigandi í Reykjavík á að greiða til sveitarfélagsins 20 þúsund krónur á ári fyrir hvern hund. Af hverju? Er einhver fyrirmynd að þessu erlendis frá? Ég hef leitað að upplýsingum um þetta í nokkrum löndum sem við berum okkur oft saman við, og hvergi finn ég hliðstæðu við […]

The post Gallað íslenskt hundaeftirlit – Hvernig er þetta í öðrum löndum? appeared first on Félag ábyrgra hundaeigenda.

]]>
Miðvikudagur, 8. March 2017 – 15:30

Hver  hundaeigandi í Reykjavík á að greiða til sveitarfélagsins 20 þúsund krónur á ári fyrir hvern hund. Af hverju? Er einhver fyrirmynd að þessu erlendis frá?

Ég hef leitað að upplýsingum um þetta í nokkrum löndum sem við berum okkur oft saman við, og hvergi finn ég hliðstæðu við þetta hundaleyfisgjald á Íslandi. Í nágrannalöndum okkar þarf aldrei að greiða hundaleyfisgjald, en oftast er skylda að skrá hundinn í örmerkjagagnagrunn. Það er þá bara eitt gjald í upphafi (oftast um 1.000-2.000 kr) og síðan ekki söguna meir.

En hvernig fara hin löndin að því að halda uppi hundaeftirliti, þegar hundaeigendur greiða ekki fyrir það sérstaklega? Svarið er einfalt. Það er ekkert sérstakt hundaeftirlit. Hver er svo sem tilgangur hundaeftirlits? Að fanga hunda sem sleppa?

Staðreyndin er sú að hundaeftirlitið kemur ekki nálægt nema brotabroti af þeim hundum sem sleppa lausir. Flestir hundanna finnast á innan við klukkutíma með hjálp hins öfluga Hundasamfélags á Facebook. Enda vinna hundaeftirlitsmennirnir bara á virkum dögum. Og flestir hundar sleppa lausir á kvöldin og um helgar.

Í Danmörku er ekkert hundaeftirlit. Ef þú finnur lausan hund í Danmörku, þá áttu að hafa samband við lögreglu, sem er með örmerkjaskanna og getur komið hundinum til síns heima eða í dýraathvarf. Sem sagt ekkert hundaeftirlit. Ég mæli nú reyndar ekkert endilega með því fyrirkomulagi hér á landi þar sem lögreglan hér er þekkt fyrir að svara „slepptu hundinum bara aftur, hann hlýtur að rata heim“. Það er semsagt lögreglan sem á að sinna lausum hundum þegar hundaeftirlitsmenn eru ekki á vakt. Viðbrögð lögreglunnar er kannski skiljanleg í ljósi þess að lögreglan líður fyrir fjárskort og er allt of fáliðuð, og metur það sem svo að lausir hundar séu ekki forgangsmál. En þetta er gott dæmi um hvað hundaeftirlitskerfið á Íslandi er gallað. Ekki bara rándýrt, heldur einnig allt að því gagnslaust.

Í stað þess að blanda lögreglunni í málið, hvernig væri að bjóða þetta verkefni út? Þetta væri tilvalið verkefni fyrir öryggisfyrirtækin. Nú þegar greiðir hundaeigandi 30 þúsund krónur í handsömunargjald (til viðbótar við hinar árlegu 20 þúsund krónur) ef hundurinn hans er fangaður af hundaeftirlitinu. En útkall hjá öryggisþjónustum kostar líklega ekki meira en handsömunargjald Reykjavíkurborgar. Nú geta einhverjir sagt: „en öryggisverðir eru ekki með neina sérþekkingu á hundum“. En þá get ég upplýst ykkur um það að hundaeftirlitsmennirnir eru ekki með það heldur. Allavega ekki þessir tveir í Reykjavík, það hef ég fengið staðfest hjá Reykjavíkurborg. Hins vegar eru öryggisverðir vanir að bregðast við ýmsum aðstæðum, m.a. að koma í mannlaust hús þar sem einungis heimilishundurinn er til staðar, sem getur brugðist við eins og versti varðhundur.

Nú  ætla ég að koma með tillögu. Leggjum niður hundaeftirlit sveitarfélaganna. Skráum alla hunda í örmerkjagagnagrunn Dýralæknafélagsins (dyraaudkenni.is). Látum hundasamfélagið og öryggisþjónustur sjá um lausa hunda. Þetta yrði mun ódýrara og mun skilvirkara kerfi. Ég er viss um að fleiri myndu skrá hundana sína og við fengjum þar með raunhæfari tölur um fjölda hunda á Íslandi.

Í upphafi fyrri greinar minnar sagðist ég hafa greitt hundaleyfisgjöldin samviskusamlega. Það  hef ég gert þangað til núna. Ég er löghlýðinn borgari og ábyrgur hundaeigandi, en ég læt ekki hafa mig að fífli lengur.

Í 25. gr laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir segir: Gjöld mega aldrei vera hærri en sem nemur rökstuddum kostnaði við veitta þjónustu eða framkvæmd eftirlits með einstökum þáttum.“

Í 12.grein Hundasamþykktar Reykjavíkur stendur: Gjöldum þessum er ætlað að standa undir kostnaði borgarinnar af hundahaldinu og framkvæmd samþykktar þessarar.“

Ég ætla ekki að greiða hundaleyfisgjaldið fyrr en það er komið á hreint að þessir peningar séu raunverulega og eingöngu notaðir í að framfylgja hundasamþykktinni og standa undir kostnaði borgarinnar við hundahald, lögum samkvæmt. En helst vildi ég auðvitað að þetta gjald yrði lagt niður og við tökum upp kerfi líkara nágrannaþjóðum okkar.

Hundaeigendur – leggjumst nú á eitt og krefjumst þess að gerð verði endurskoðun á hundaeftirlitskerfi sveitarfélaganna. Látum ekki kúga okkur lengur!

Freyja Kristinsdóttir

Stjórnarmaður í Félagi ábyrgra hundaeigenda

The post Gallað íslenskt hundaeftirlit – Hvernig er þetta í öðrum löndum? appeared first on Félag ábyrgra hundaeigenda.

]]>
http://fah.is/wordpress/2023/08/10/gallad-islenskt-hundaeftirlit-hvernig-er-thetta-i-odrum-londum/feed/ 0 265
Hálfa milljón kostar að fanga hvern hund í Reykjavík http://fah.is/wordpress/2023/08/10/halfa-milljon-kostar-ad-fanga-hvern-hund-i-reykjavik/ http://fah.is/wordpress/2023/08/10/halfa-milljon-kostar-ad-fanga-hvern-hund-i-reykjavik/#respond Thu, 10 Aug 2023 23:54:06 +0000 https://fah.is/wordpress/?p=263 Miðvikudagur, 8. March 2017 – 14:30 Ég er hundaeigandi, dýralæknir og hundaþjálfari, og fyrir nokkrum árum var ég ein af þeim sem borgaði hundaleyfisgjöldin samviskusamlega og hvatti aðra hundaeigendur til að gera slíkt hið sama. Það er hagsmunamál allra að hafa alla hunda í borginni skráða, þannig að við höfum skýra mynd af fjölda hunda […]

The post Hálfa milljón kostar að fanga hvern hund í Reykjavík appeared first on Félag ábyrgra hundaeigenda.

]]>
Miðvikudagur, 8. March 2017 – 14:30

Ég er hundaeigandi, dýralæknir og hundaþjálfari, og fyrir nokkrum árum var ég ein af þeim sem borgaði hundaleyfisgjöldin samviskusamlega og hvatti aðra hundaeigendur til að gera slíkt hið sama. Það er hagsmunamál allra að hafa alla hunda í borginni skráða, þannig að við höfum skýra mynd af fjölda hunda í höfuðborginni, og auðvitað helst á landinu öllu. Ég stóð líka í þeirri trú að hundaleyfisgjöldin færu ekki bara í hundaeftirlit, heldur einnig í þjónustu við hundaeigendur, bætta aðstöðu fyrir lausagöngu og svo framvegis.

En fljótlega varð mér ljóst að þjónusta við hundaeigendur í borginni væri nánast engin, aðstaða til lausagöngu væri til skammar og í raun mætti ekki nýta tekjur borgarinnar af hundaleyfisgjaldi í neitt annað en hundaeftirlit. En tekjur af hundaleyfisgjöldum eru um 35 milljónir í Reykjavík, og samtals um 70 milljónir á höfuðborgarsvæðinu öllu, hvernig getur það passað að hundaeftirlit sé svona dýrt í rekstri? Þá fór ég að reyna að grúska í bókhaldi Reykjavíkurborgar. Í fyrstu gekk það erfiðlega, því þær tölur sem voru opinberar voru lítið sundurliðaðar, og því erfitt að henda reiður á hvað fælist í þessum gríðarmikla kostnaði við hundaeftirlitið. Nú hafa árin liðið og eftir þrýsting frá Félagi ábyrgra hundaeigenda, og fleiri hundaeigendum, hefur bókhaldið smátt og smátt orðið sýnilegra og meira sundurliðað. Eftir að hafa rýnt í tölurnar aftur og aftur og klórað mér í hausnum, þá kemst ég ekki að annari niðurstöðu en að hundaeftirlitið í Reykjavík sé ekkert annað en stórkostleg sóun á fjármunum hundaeigenda.

Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að þó að ég fari einungis í tölur Reykjavíkurborgar, þá er það ekki vegna þess að öll önnur sveitarfélög séu hafin yfir gagnrýni. Síður en svo. Ég held það þurfi algjöra endurskoðun á því formi hundaeftirlits sem hefur verið við lýði í flestum sveitarfélögum á Íslandi síðastliðna áratugi. En þar sem Reykjavík er stærsta sveitarfélagið, þótti okkur í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda eðlilegt að byrja rannsóknarvinnuna í bókhaldi Reykjavíkur.

Hægt er að sjá rekstaryfirlit hundaeftirlitsins síðastliðin 6 ár HÉR á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Hundaeigendur í Reykjavík greiða 35 milljónir á ári í formi hundaleyfisgjalda, sem fer í að halda uppi hundaeftirlitinu. Stór partur af þessu, 23 milljónir, fer í að greiða laun starfsmanna hundaeftirlitsins. Starfsmennirnir eru þrír, þ.e.a.s. tveir hundaeftirlitsmenn og einn ritari, og svo greiða hundaeigendur líka 30% af launum framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlitsins, þrátt fyrir að hundaeftirlitið sé aðeins 12% af heilbrigðiseftirlitinu, ef miðað er við fjölda starfsmanna.

Á síðasta ári þurfti hundaeftirlitið að sinna 62 lausagöngumálum, þar af þurfti að vista 11 hunda í geymslu. 62 lausir hundar á einu ári, það eru ekki nema rúmlega 1 hundur á viku.

Í stuttu máli sagt þarf tvo hundaeftirlitsmenn í fullu starfi, til að fanga einn til tvo hunda á viku. Og þeir eru svo uppteknir við það að þeir hafa ekki tíma til að sinna starfi ritara hundaeftirlitsins, en helsta starf ritarans er að taka á móti að meðaltali 4 nýskráningum á viku. Maður getur ekki annað en velt fyrir sér hvort þessir þrír starfsmenn sem eru í 100% starfi hjá hundaeftirlitinu, séu í öðrum verkefnum ótengdum hundaeftirliti. 

Ég leyfi mér að efast um að það þurfi 3,3 starfsmenn til að sinna hundaeftirliti í Reykjavík og ég kalla hér með eftir óháðri úttekt á verkefnum þessara starfsmanna til að komast að því hvort verið sé að misnota fé hundaeigenda. Og ef maðkur er í mysunni í ráðstöfun á tekjum hundaeftirlits, gæti verið að það sé víðar í bókhaldi Reykjavíkurborgar? Það vantar hreinlega ársskýrslu hundaeftirlits til að átta sig almennilega á því í hvað peningarnir eru að fara, en slík ársskýrsla er hvergi opinber.    Rekstraryfirlit með grófri sundurliðun gefur of óljósa mynd. Þarna eru t.d tæpar 3 milljónir í „annar rekstrarkostnaður“ og svo er þarna undarlega há húsaleiga, 300 þúsund krónur á mánuði fyrir þessa þrjá starfsmenn. Svo fara rúmlega 5 milljónir í tryggingar, en þarna er um að ræða ábyrgðartrygging fyrir tjóni gegn þriðja aðila. Vandamálið við þessa tryggingu er að fáir vita af henni og hún er því lítið sem aldrei nýtt, enda hafa skilmálar og aðrar upplýsingar um trygginguna aldrei verið aðgengilegar hundaeigendum fyrr en í fyrsta sinn fyrir örfáum mánuðum síðan.  

Ef við veltum fyrir okkur fyrirbærinu hundaeftirlit, þá hlýtur megintilgangur þess vera sá að svara fyrirspurnum um lausagöngu og bregðast við því. En ef lausagöngumálin sem eftirlitið sinnir, eru jafn fá og raun ber vitni, þá er það rándýrt að sækja hvern hund. Í fyrirsögn greinarinnar henti ég upp tölu sem var gróflega reiknuð svona:

35 milljónir – 5 milljónir (ábyrgðartrygging) = 30 miljónir

30 milljónir / 62 lausir hundar = 480 þúsund eða u.þ.b. hálf milljón

Sem sagt það kostar hálfa milljón að fanga hvern hund í Reykjavík. Hér er um að ræða grófa misnotkun á fjármunum hundaeigenda, og getur verið að þetta sé aðeins toppurinn á ísjakanum?

Freyja Kristinsdóttir

Stjórnarmaður í Félagi ábyrgra hundaeigenda

The post Hálfa milljón kostar að fanga hvern hund í Reykjavík appeared first on Félag ábyrgra hundaeigenda.

]]>
http://fah.is/wordpress/2023/08/10/halfa-milljon-kostar-ad-fanga-hvern-hund-i-reykjavik/feed/ 0 263
Hello world! http://fah.is/wordpress/2023/01/10/hello-world/ http://fah.is/wordpress/2023/01/10/hello-world/#comments Tue, 10 Jan 2023 23:28:01 +0000 https://fah.is/wordpress/?p=1 Welcome to WordPress. This is your first post. Edit or delete it, then start writing!

The post Hello world! appeared first on Félag ábyrgra hundaeigenda.

]]>
Welcome to WordPress. This is your first post. Edit or delete it, then start writing!

The post Hello world! appeared first on Félag ábyrgra hundaeigenda.

]]>
http://fah.is/wordpress/2023/01/10/hello-world/feed/ 1 1